Enski boltinn

Wenger: Wilshere verður í góðum gír á HM í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere.
Jack Wilshere. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sannfærður um að miðjumaðurinn Jack Wilshere verði í góðum gír með enska landsliðinu á HM í Brasilíu í sumar.

Hinn 22 ára gamli Wilshere kemur aftur inn í lið Arsenal í næsta mánuði en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í byrjun mars. Wilshere meiddist í landsleik Englendinga og Dana á Wembley 5. mars.

„Hann er að byrja að skokka í þessari viku og ég býst við honum til baka eftir tvær til þrjár vikur," sagði Arsene Wenger við BBC.

Wilshere ætti þar með að ná bikarúrslitaleiknum á móti Hull sem og leikjum Englendinga á HM á móti Ítalíu, Úrúgvæ og Kosta Ríka í riðlakeppni HM í Brasilíu.

„Ég ræddi við Roy Hodgson og sagði honum að Wilshere yrði klár í slaginn á HM í Brasilíu í sumar. Hann verður kominn í leikæfingu fyrir sumarið og gæti verið jákvæður og óvæntur liðsstyrkur fyrir enska landsliðið," sagði Wenger.  

Wenger segir enska landsliðið vera í erfiðum riðli en að það gæti styrkt liðið fyrir framhaldið í keppninni komist Englendingar í gegnum hann.

Jack Wilshere meiddist í landsleik við Dani.Vísir/Getty
Jack WilshereVísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×