Enski boltinn

Wenger: Skrítið að sjá Fabregas í bláu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fabregas átti frábæran leik fyrir Chelsea gegn Burnley á mánudaginn.
Fabregas átti frábæran leik fyrir Chelsea gegn Burnley á mánudaginn. Vísir/Getty
Arsene Wenger segist ekki sjá eftir því að hafa ekki fengið Cesc Fabregas aftur til Arsenal, en spænski miðjumaðurinn samdi við Chelsea í sumar.

„Ég sé ekki eftir því. Eina sem ég sé eftir er að hann skyldi hafa farið frá okkur,“ sagði Wenger, en Fabregas gekk til liðs við Barcelona, uppeldisfélag sitt, frá Arsenal árið 2011.

Wenger segir skrítið að sjá Fabregas í búningi Chelsea.

„Þetta var undarlegt, en þú verður að sætta þig við að atvinnumenn í fótbolta skipta um félög.

„Það var erfitt fyrir hann að yfirgefa okkar raðir, en þú verður að sætta þig að hann gæti farið til annarra félaga,“ sagði Wenger um fyrrum lærisvein sinn. Frakkinn segir að brotthvarf Fabregas hafi opnað dyrnar fyrir Aaron Ramsey.

„Ramsey er öðruvísi leikmaður en Fabregas, en hann hefur þroskast og á mikið inni. Hann er yngri en Fabregas og á alla möguleika á að verða enn betri,“ sagði Wenger.


Tengdar fréttir

Meistaramörkin: Porto, Zenit og Leverkusen í góðum málum

Fyrri leikjum fjórðu umferðar undankeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær með fimm leikjum og eru Porto, Zenit og Bayer Leverkusen öll í góðum málum eftir fyrri leikina eftir að hafa nælt í sigra á útivelli.

Margt líkt með Ramsey og Fabregas

Mikel Arteta, fyrirliði Arsenal, sér margt líkt með Aaron Ramsey og Cesc Fabregas en Ramsey skoraði sigurmark Arsenal í 2-1 sigri á Crystal Palace um helgina og hefur nú skorað í þremur leikjum í röð fyrir Skytturnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×