Enski boltinn

Wenger: Sagði Wilshere að einbeita sér að fótboltanum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Wilshere í leik Arsenal og Besiktas í vikunni.
Wilshere í leik Arsenal og Besiktas í vikunni. Vísir/Getty
Arsene Wenger vonast til þess að Jack Wilshere hlusti ekki á gagnrýnisraddir í vetur og einbeiti sér frekar að því að sanna sig inn á vellinum.

Mikið hefur verið rætt um hinn 22 árs gamla Wilshere í sumar en Paul Scholes og Jamie Carragher gagnrýndu hann fyrir að vera ekki búinn að taka næsta skref sem leikmaður. Þá var hann myndaður að reykja í sumarfríinu sínu eftir að hafa lofað að leggja rettuna á hilluna.

„Ég held að hann ætti bara að einbeita sér að því að spila fótbolta og að hlusta ekki á gagnrýnisraddir. Ef hann nær að haldast heill mun hann eiga frábæran feril sem knattspyrnumaður en hann þarf bara að haldast heill. Vonandi nær hann öllu tímabilinu í ár og þá mun spilamennskan verða enn betri,“ sagði Wenger sem  gagnrýndi hversu mikil pressa er sett á unga enska leikmenn.

„Fyrst var það Wayne Rooney, síðan Wilshere og núna Callum Chambers. Það kemur tímapunktur þar sem það er farið að spyrja spurninga, hann hefur ekki tekið jafn miklum framförum og fólk ætlaðist til þegar hann var átján ára en hann hefur verið mikið meiddur. Hann er leikmaður sem æfir gríðarlega vel en hann meiddist í eitt og hálft ár og það hélt aftur af honum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×