Fótbolti

Wenger: Ramsey getur bætt sig enn meira

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey. Mynd/NordicPhotos/Getty
Aaron Ramsey hefur átt magnað tímabil með Arsenal og stökkbreytingin á hans leik á mikinn þátt í því að liðið er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og í góðum málum í Meistaradeildinni.

Aaron Ramsey hefur skorað 11 mörk í 19 leikjum á tímabilinu og annað marka hans í Meistaradeildinni tryggði Arsenal mikilvægan 1-0 útisigur á Borussia Dortmund fyrir þremur vikum.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ræddi uppkkomu Aaron Ramsey á blaðamannafundi fyrir leik á móti Marseille í kvöld.

„Við skulum ekki gleyma því að fyrir ári var fólk að segja við mig að það væri erfitt fyrir mig að gefa honum spilatíma á Emirates. Hann á allt hrósið skilið fyrir umbreytinguna því hann réð við þetta mótlæti. Hann kom aftur, gafst aldrei upp og sannfærði alla um að hann væri nógu góður," sagði Arsene Wenger.

„Ég sá óþolinmæðina í honum og þetta er alltaf spurning um andlegu hliðina. Ef sjálfstraustið minnkar þá eru þessir strákar í vandræðum. Ramsey er hinsvegar kokhraustur strákur," sagði Wenger en getur Ramsey bætt sig enn meira?

„Hann er enn bara 22 ára gamall. Ég er 64 ára og tel mig enn geta bætt mig. Af hverju ætti ekki 22 ára strákur halda að hann sé á toppi ferilsins? Það er ómögulegt að halda því fram. Ef hann verður með rétta hugarfarið þá heldur hann áfram að bæta sig," sagði Wenger.

Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×