Wenger: Nú mun ég passa upp á Sánchez

 
Enski boltinn
19:00 14. JANÚAR 2016
Alexis Sánchez tognađi aftan í lćri.
Alexis Sánchez tognađi aftan í lćri. VÍSIR/GETTY

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti eftir 3-3 jafntefli á móti Liverpool í gærkvöldi að Alexis Sánchez gæti snúið aftur um næstu helgi.

Arsenal á fyrir höndum erfiðan útileik á móti Stoke á sunnudaginn, en Sílemaðurinn verður skoðaður rétt fyrir leik og athugað hvort hann verði klár í slaginn.

Sjáðu mörkin úr ótrúlegum leik Liverpool og Arsenal.

Sánchez hefur ekki spilað síðan hann tognaði aftan í læri fyrir sex vikum síðan á móti Norwich, en Wenger var nokkuð gagnrýndur fyrir áramót að hvíla framherjann aldrei.

„Ég mun passa mig núna,“ sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Það er möguleiki á að Alexis verið með á sunnudaginn.“

„Hann mun klárlega vera skoðaður á laugardaginn, en föstudagur og laugardagur verða stórir og mikilvægir dagar fyrir hann. Það er ekki útilokað að hann verði með,“ sagði Arsene Wenger.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Wenger: Nú mun ég passa upp á Sánchez
Fara efst