Wenger: Nú mun ég passa upp á Sánchez

 
Enski boltinn
19:00 14. JANÚAR 2016
Alexis Sánchez tognađi aftan í lćri.
Alexis Sánchez tognađi aftan í lćri. VÍSIR/GETTY

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti eftir 3-3 jafntefli á móti Liverpool í gærkvöldi að Alexis Sánchez gæti snúið aftur um næstu helgi.

Arsenal á fyrir höndum erfiðan útileik á móti Stoke á sunnudaginn, en Sílemaðurinn verður skoðaður rétt fyrir leik og athugað hvort hann verði klár í slaginn.

Sjáðu mörkin úr ótrúlegum leik Liverpool og Arsenal.

Sánchez hefur ekki spilað síðan hann tognaði aftan í læri fyrir sex vikum síðan á móti Norwich, en Wenger var nokkuð gagnrýndur fyrir áramót að hvíla framherjann aldrei.

„Ég mun passa mig núna,“ sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Það er möguleiki á að Alexis verið með á sunnudaginn.“

„Hann mun klárlega vera skoðaður á laugardaginn, en föstudagur og laugardagur verða stórir og mikilvægir dagar fyrir hann. Það er ekki útilokað að hann verði með,“ sagði Arsene Wenger.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Wenger: Nú mun ég passa upp á Sánchez
Fara efst