Enski boltinn

Wenger: Nú mun ég passa upp á Sánchez

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexis Sánchez tognaði aftan í læri.
Alexis Sánchez tognaði aftan í læri. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti eftir 3-3 jafntefli á móti Liverpool í gærkvöldi að Alexis Sánchez gæti snúið aftur um næstu helgi.

Arsenal á fyrir höndum erfiðan útileik á móti Stoke á sunnudaginn, en Sílemaðurinn verður skoðaður rétt fyrir leik og athugað hvort hann verði klár í slaginn.

Sjáðu mörkin úr ótrúlegum leik Liverpool og Arsenal.

Sánchez hefur ekki spilað síðan hann tognaði aftan í læri fyrir sex vikum síðan á móti Norwich, en Wenger var nokkuð gagnrýndur fyrir áramót að hvíla framherjann aldrei.

„Ég mun passa mig núna,“ sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Það er möguleiki á að Alexis verið með á sunnudaginn.“

„Hann mun klárlega vera skoðaður á laugardaginn, en föstudagur og laugardagur verða stórir og mikilvægir dagar fyrir hann. Það er ekki útilokað að hann verði með,“ sagði Arsene Wenger.


Tengdar fréttir

Elneny kominn til Arsenal

Arsene Wenger staðfesti í gærkvöldi að Arsenal væri komið með nýjan leikmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×