Fótbolti

Wenger: Fótboltaleikir vinnast ekki á pappír

Wenger þungur á brún í kvöld.
Wenger þungur á brún í kvöld. vísir/getty
Það var þungt yfir Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir 1-3 tapið gegn Monaco í Meistaradeildinni í kvöld.

„Þriðja markið þeirra gerir okkur afar erfitt fyrir. Það var eins og við hefðum farið á taugum og tapað allri rökuhugsun á vellinum," sagði Wenger.

„Hjartað tók yfir hausinn og það gengur ekki upp. Andlega vorum við ekki nógu sterkir og við fengum að borga fyrir það.

„Við hefðum getað unnið leikinn á fyrstu 20 mínútunum en Monaco er með líkamlega sterkt lið. Við nýttum ekki tækifærin okkar og við fórum illa með mörg færi. Við megum ekki við því.

„Ég vona að mínir menn hafi ekki verið með eitthvað vanmat. Fótboltaleikir vinnast ekki á pappír. Það snýst allt um frammistöðuna. Monaco skilaði sínu en við gerðum það ekki. Giroud fann sig ekki og klúðraði auðveldum færum. Þetta var ekki hans besti dagur."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×