Fótbolti

Wenger: Erfitt að útskýra þetta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wenger hugsi á hliðarlínunni.
Wenger hugsi á hliðarlínunni. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsene Wenger, var að vonum daufur í dálkinn eftir að hans menn voru kjöldregnir af Bayern München á Allianz Arena í kvöld.

Bæjarar unnu 5-1 sigur og eru svo gott sem komnir áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

„Það er erfitt að útskýra þetta. Mér fannst við eiga tvö góð færi rétt fyrir hálfleik og vorum óheppnir fyrir annað markið, þegar dómarinn gaf okkur fyrst hornspyrnu,“ sagði Wenger.

„Svo fengum við annað markið á okkur og svo það sem mikilvægast er, þá misstum við [Laurent] Koscielny af velli. Við féllum saman,“ bætti Wenger við en Koscielny fór meiddur af velli í stöðunni 1-1 í upphafi seinni hálfleiks.

Wenger viðurkenndi að Arsenal hefði mætt ofjörlum sínum í kvöld.

„Heilt yfir verð ég að segja að þeir eru með betra lið en við. Þeir spiluðu mjög vel í seinni hálfleik á meðan við gáfum eftir,“ sagði Wenger.


Tengdar fréttir

Slátrun á Allianz Arena | Sjáðu mörkin

Bayern München tók Arsenal í bakaríið þegar liðin mættust á Allianz Arena í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-1, Bayern í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×