Enski boltinn

Wenger: Er með of mikið sóknarafl

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Þau eru ekki mörg vandamálin hjá Arsene Wenger þessa dagana, en hans helsta er það að allir leikmennirnir hans eru heilir og tilbúnir í að spila, og því veit hann ekki hvern á að velja í byrjunarliðið.

Jack Wilshere, Theo Walcott, Alex Iwobi og Olivier Giroud voru allir á bekknum hjá Wenger þegar Arsenal valtaði yfir Everton á sunnudaginn.

„Þetta er lúxusinn sem ég bý við um þessar mundir,“ sagði Wenger.

„Þetta er erfitt, því allir eru að standa sig vel og eiga skilið að fá að spila. Sem betur fer eru mikilvægir leikir fram undan svo ég get leyft öllum að fá leiktíma.“

„Við erum með svo mikið sóknarafl á bekknum.“

Arsenal mætir 1. deildar liði Norwich City í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld og er leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:40.


Tengdar fréttir

Wenger segir að það verði erfitt að ná City úr þessu

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, virðist vera búinn að kasta inn handklæðinu í baráttunni um titilinn eftir aðeins átta umferðir en eftir tap gegn Watford í gær segir hann að það verði erfitt að ná toppliðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×