Enski boltinn

Wenger: Eins og staðan er kaupi ég engan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger er í smá framherjakrísu.
Arsene Wenger er í smá framherjakrísu. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki viss um að hann ætli að kaupa nýjan framherja þrátt fyrir meiðsli Frakkann OliversGirouds.

Giroud meiddist á ökkla í jafnteflinu gegn Everton um síðustu helgi þar sem hann skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu, en hann verður frá keppni út árið.

Wenger hefur því úr færi leikmönnum að velja í sóknarleiknum, en liðið komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 17. árið í röð í gærkvöldi og berst því í öllum keppnum eins og undanfarin ár.

„Þið spyrjið mig strax hvernig ég ætla að kaupa. Ég skal svara því. Á þessari stundu ætla ég ekki að kaupa neinn leikmann,“ sagði Wenger eftir sigurinn á Besiktas í gærkvöldi.

„Ef maður vill gera alla ánægða kaupir maður fullt af leikmönnum, en það sem skiptir máli er frammistaðan á fótboltavellinum.“

„Sjáið bara leikmennina sem við vorum með á bekknum og þá sem eru meiddir. Við eigum leikmenn. Það er ekki hægt að kaupa nýjan mann í hvert skipti sem einhver meiðist.“

„Við erum opnir fyrir því að styrkja okkur, en bara ef við finnum mann sem styrkir hópinn. En að kaupa til að kaupa er ekki eitthvað sem ég sé tilganginn með,“ sagði Arsene Wenger.


Tengdar fréttir

Zigic óvænt orðaður við Arsenal

Umboðsmaður serbneska framherjans Nikola Zigic greindi frá því að Arsene Wenger hafi haft samband vegna skjólstæðings síns. Zigic hefur verið orðaður við Arsenal í dag eftir að Olivier Giroud meiddist á dögunum.

Alexis skaut Arsenal í riðlakeppnina

Alexis Sanchez skaut Arsenal í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með sínu fyrsta marki fyrir félagið í kvöld í 1-0 sigri á Besiktas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×