Enski boltinn

Wenger: Átti von á meiri mótmælum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Arsenal mótmæla.
Stuðningsmenn Arsenal mótmæla. Vísir/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hann hafi átt von á meiri mótmælum þegar lið hans vann Norwich, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Arsenal er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu en stimplaði sig út úr baráttunni um meistaratitilinn fyrir nokkru síðan.

Wenger hefur verið stjóri Arsenal í tæp 20 ár og unnið þrjá meistaratitla, síðast árið 2004. Mörgum stuðningsmönnum finnst sú bið of löng og telja tímabært að breyta til.

„Ég átti von á að allir væru með svona skilti,“ sagði Wenger. „Eitt af markmiðunum var að gera öllum til geðs. En því miður tókst mér það ekki þetta tímabilið.“

Arsenal þarf aðeins tvö stig til viðbótar til að komast í Meistaradeild Evrópu átjánda tímabilið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×