Enski boltinn

Wenger: Allir frábærir leikmenn hafa val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger á hliðarlínunni.
Wenger á hliðarlínunni. Vísir/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sem hafi gert útslagið í vali Alexis Sanches milli Arsenal og Liverpool hafi verið leikskipulag Arsenal og hvernig þeir spila.

Liðin börðust um Síle-manninn í allt sumar og valdi hann á endanum Arsenal fram yfir Liverpool. Margir hafa tengt það við að hann hafi frekar viljað búa í London heldur en Liverpool en svo er ekki rétt segir Wenger.

„Ég held að á endanum hafi allir frábærir leikmenn alltaf val. Hann valdi okkur og við erum virkilega ánægðir með það," sagði Wenger á blaðamannafundi og lýsti því yfir að Arsenal hafi viljað klófesta Luis Suarez á síðasta ári:

„Við vorum áhugasamur um að fá Suarez á síðasta tímabili og hann skoraði 40 mörk. Þetta er hluti af samkeppninni."

Liðin mætast á Anfield á morgun og segir Wenger að þetta sé gífurlega mikilvægur leikmenn fyrir sína menn.

„Þetta er gífurlega mikilvægt tímabil núna. Yfir jólahátíðirnar spilum við fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni. Við munum koma sterkir inn í deildina í jólalekjunum og hvernig þú kemur út úr þessum leikjum er auðvitað mjög mikilvægt."

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á morgun og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×