Enski boltinn

Welbeck með sitt fyrsta mark í sigri Arsenal | Sjáðu mörkin

Arsenal keyrði yfir Aston Villa á fjögurra mínútna kafla í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-0 fyrir Arsenal á Villa Park í Birmingham.

Heimamenn byrjuðu vel og fengu gott færi í upphafi leiks, en Szczesny bjargaði Arsenal. Fyrir leikinn höfðu heimamenn einungis fengið á sig eitt mark í deildinni, en það átti heldur betur eftir að breytast.

Fyrsta markið kom á 33. mínútu þegar Danny Welbeck gaf góða sendingu inn fyrir vörn Aston Villa og Mesut Özil kláraði færið af stakri snilld. Özil lék fyrir aftan Welbeck og þeir voru að finna sig vel saman.

Þeir félagar voru svo aftar á ferðinni mínútu síðar. Nú var það Özil sem gaf á Welbeck og hann skoraði.

Gestirnir voru ekki hættir og tveimur mínútum síðar skoraði Aly Cissokho hræðilegt sjálfsmark eftir fyrirgjöf Kieran Gibbs, en Aly kláraði færið vel en bara í sitt eigið mark.

Eftir það dó dálítið leikurinn, en Arsenal voru algjörlega með öll tök á leiknum og unnu að lokum sannfærandi sigur.

Með sigrinum er Arsenal komið í fjórða sæti deildarinnar með níu stig. Þetta var hins vegar fyrsti leikurinn sem Aston Villa tapar á leiktíðinni, en þeir eru í þriðja sæti með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×