Enski boltinn

Welbeck fór undir hnífinn í gær | Frá næstu mánuðina

Danny Welbeck getur haldið áfram að sitja fyrir á myndum næstu mánuðina.
Danny Welbeck getur haldið áfram að sitja fyrir á myndum næstu mánuðina. Vísir/Getty
Danny Welbeck, framherji Arsenal, verður ekki með liðinu næstu mánuðina eftir að hafa gengist undir aðgerð í gær vegna meiðsla á hné. Hefur hann ekkert leikið með liðinu frá því í apríl vegna meiðlanna.

Hinn 24 árs gamli Welbeck sem gekk til liðs við Arsenal síðasta sumar frá Manchester United verður fyrir vikið ekki með liðinu fyrir áramóti. Samkvæmt yfirlýsingu Arsenal verður hann frá næstu mánuðina.

Er um áfall að ræða fyrir Arsenal sem bætti ekki við sig sóknarmanni í glugganum þrátt fyrir að stuðningsmenn liðsins færu ekkert í felur um að liðið þyrfti á sóknarmanni að halda. Mun fyrir vikið vera aukin pressa á Olivier Giroud,Theo Walcott og Alexis Sanchez næstu mánuðina að sjá um markaskorunina.

Welbeck lék alls 34 leiki í öllum keppnum á sínu tímabili í herbúðum Arsenal en hann skoraði í þeim 8 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×