Formúla 1

Webber: Sebastian Vettel mun vinna í Ástralíu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Mark Webber spáir fyrrum liðsfélaga sínum sigri í Ástralíu um helgina.
Mark Webber spáir fyrrum liðsfélaga sínum sigri í Ástralíu um helgina. Vísir/Getty
Fyrrum Formúlu 1 ökumaður og liðsfélagi Sebastian Vettel hjá Red Bull, Mark Webber spáir því að Vettel vinni fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu um helgina á Ferrari bílnum.

Webber byggir spá sína á sterkri frammistöðu Ferrari liðsins á æfingum fyrir tímabilið. Hann telur að hraðinn sé raunverulega til staðar í Ferrari bílnum þetta árið og að Vettel muni koma fyrstur í mark eftir harða baráttu fremstu manna.

„Ferrari hafa staðið sig vel á æfingum í gegnum tíðina, þegar stúkan er tóm. En svo hefst tímabilið og þá koma ítölsku áhrifin fram og halla fer undan fæti.“

„Ég held að Vettel vinni [í Ástralíu]. Undanfarin ár hefur Lewis [Hamilton] liðið betur í bílnum á þessum tímapuntki. Mercedes bíllinn hefur verið með meira forskot áður.“

„Ferrari átt góðar æfingar og eru framar en við gerðum ráð fyrir. Red Bull eru það líka. Þessi þrjú lið munu vera á svipuðum stalli.“

„Það á enn eftir að koma í ljós hvort Renault vélin endist Red Bull út tímabilið. Það eru einu áhyggjurnar sem ég hef af Red Bull. Það er erfitt að átta sig á hvort Ferrari eða Mercedes verður betra. Þetta verður frábært tímabil,“ sagði Webber að lokum.

Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×