Enski boltinn

Watford hirti desemberverðlaunin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ighalo fagnar marki í leik með Watford.
Ighalo fagnar marki í leik með Watford. Vísir/Getty
Watford átti frábæran desembermánuð og fékk í dag staðfestingu á því þegar Quique Sanchez Flores var kjörinn besti knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku deildinni og sóknarmaðurinn Odion Ighalo besti leikmaðurinn.

Watford fékk tíu stig í fimm leikjum í deesember og vann þá sigra á Norwich, Sunderland og Liverpool auk þess sem að liðið náði jafntefli gegn Chelsea.

Liðið náði að festa sig í sessi í efri hluta deildarinnar í mánuðinum en Ighalo skoraði fimm mörk í leikjum Watford í desember, þar af tvö gegn Liverpool.

Arsene Wenger, Claudio Ranieri og Alan Pardew voru einnig tilnefndir sem stjóri mánaðarins en Ighalo var valinn fram yfir þá Mesut Özil, Marko Arnautovic, Riyad Mahrez, Romelu Lukaku og Dele Alli.

Watford mætir Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Swansea á mánudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×