Watford bćtir viđ sig spćnskum landsliđsmanni

 
Enski boltinn
21:00 30. JANÚAR 2016
Suárez í leik međ Fiorentina fyrr í vetur.
Suárez í leik međ Fiorentina fyrr í vetur. VÍSIR/GETTY

Watford staðfesti í kvöld að Mario Suárez hefði skrifað undir fjögurra ára samning hjá félaginu eftir að gengið hefði verið frá félagsskiptum hans frá Fiorentina.

Suárez sem á þrjá leiki að baki fyrir spænska landsliðið var lykilleikmaður þau fimm ár sem hann lék með Atletico Madrid en hann var hluti af liðinu sem varð óvænt meistari árið 2014.

Suárez stoppaði stutt hjá Fiorentina en hann gekk til liðs við ítalska félagið í sumar í skiptum við miðvörðinn Stefan Savic og lék því aðeins 13 leiki í fjólubláu treyjunni.

Hjá Watford hittir hann fyrir fyrrum knattspyrnustjóra sinn hjá Atletico Madrid, Quique Sanchez Flores, en hann stýrði Madrídar-liðinu áður en Diego Simeone tók við liðinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Watford bćtir viđ sig spćnskum landsliđsmanni
Fara efst