MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:00

Thierry Henry útlokar ekki ađ hann taki viđ af Wenger

SPORT

Washington Post: Ísland losađi sig viđ leiđtoga úr Panama-skjölunum en situr uppi međ annan

 
Innlent
10:21 11. JANÚAR 2017
Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson.
Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson. VÍSIR/STEFÁN

„Ísland losaði sig við leiðtoga sem var í Panama-skjölunum en fékk annnan sem var á sama lista“. Svo hljóðar fyrirsögn bandaríska blaðsins Washington Post á umfjöllun sinni um nýja ríkisstjórn á Íslandi.

Þar segir að Panama-skjölin hafi haft mikil áhrif víða um heim en hvergi jafn mikil á Íslandi þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, neyddist til að segja af sér eftir að upp komst um tengsl hans við aflandsfélag.

Í frétt Washington Post segir einnig að þrátt fyrir þann óróa sem varð í samfélaginu eftir að upplýsingar úr Panama-skjölunum voru gerðar upptækar sé Ísland á ný kominn með leiðtoga sem mátti finna upplýsingar um í skjölunum.


Fyrirsögnin í Washington Post
Fyrirsögnin í Washington Post

Nafn Bjarna mátti finna í skjölunum í tengslum við eignarhaldsfélagið Falson & Co sem skráð var á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli, en Bjarni átti þriðjungshlut í félaginu.

Ólíkt Sigmundi Davíð sagði Bjarni ekki af sér embætti en hann gaf sjálfur þær skýringar að hann hefði talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. Félagið var stofnað utan um eignarhald á fasteign í Dubai. Bjarni sagði að gerð hefði verið grein fyrir félaginu á skattaskýrslum sínum sem endurskoðandi staðfesti síðar.

Í greininni er einnig tæpt á uppgangi Pírata eftir afsögn Sigmundar Davíðs sem hefði þó ekki skilað sér í atkvæðum í kosningunum í október. Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið kosningasigur og því sé Bjarni Benediktsson næsti forsætisráðherra Íslands.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Washington Post: Ísland losađi sig viđ leiđtoga úr Panama-skjölunum en situr uppi međ annan
Fara efst