Enski boltinn

Warnock rekinn í fimmta sinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Neil Warnock
Neil Warnock vísir/getty
Neil Warnock varð í dag fyrsti knattspyrnustjórinn til að verða sagt upp störfum í ensku úrvasdeildinni á leiktíðinni en hann var stjóri Crystal Palace.

Ekki hefur gengið vel hjá Palace í deildinni og er liðið í fallsæti, þriðja neðsta sæti deildarinnar með 15 stig í 18 leikjum en liðið hefur ekki unnið í sex leikjum og aðeins náð í þrjú stig frá 23. nóvember.

Crystal Palace er fimmta félagið sem segir Warnock upp störfum en hann hefur stýrt 13 liðum á þjálfaraferli sínum en þetta var annað sinn sem hann stýrði Palace..

Warnock tók við Palace í ágúst en fimmtán mánuðum áður hafði honum verið sagt upp störfum sem stjóri Leeds United.

Keith Millen mun stýra Crystal Palace gegn QPR á útvelli í ensku úrvalsdeildinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×