Enski boltinn

Wanyama í fimm leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wanyama braut illa á Dimitri Payet í leik Southampton og West Ham um helgina.
Wanyama braut illa á Dimitri Payet í leik Southampton og West Ham um helgina. vísir/getty
Victor Wanyama, miðjumaður Southampton, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann.

Wanyama fékk að líta rauða spjaldið í 1-0 sigri Southampton á West Ham á laugardaginn en þetta var þriðja brottvísun hans á tímabilinu. Wanyama fór þá harkalega í Dimitri Payet, leikmann West Ham, en tæklinguna má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Wanyama fær þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið gegn West Ham og ofan á það bætast tveir leikir vegna hinna rauðu spjaldanna hann er búinn að fá í vetur.

Wanyama fékk einnig að líta rauða spjaldið í leik gegn Bournemouth í nóvember og Norwich í byrjun janúar. Í bæði skiptin var Keníamaðurinn rekinn af velli vegna tveggja gulra spjalda.

Wanyama getur ekki byrjað að spila aftur með Southampton fyrr en 19. mars þegar Dýrlingarnir fá Liverpool í heimsókn.

Wanyama þykir afar harður í horn að taka en hann hefur fengið 22 gul spjöld í ensku úrvalsdeildinni síðan hann gekk til liðs við Southampton árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×