Bíó og sjónvarp

Walter Mitty með bestu tökustaðina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kvikmynd Ben Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, fékk verðlaun á verðlaunahátíð Location Managers Guild of America á laugardagskvöldið sem haldin var í Beverly Hills.

Kvikmyndin var verðlaunuð fyrir bestu tökustaðina en hún var tekin upp á Íslandi, New York, Los Angeles og Vancouver.

Sjónvarpsserían Game of Thrones var verðlaunuð fyrir bestu tökustaði í sjónvarpsþáttum en tökulið seríunnar hefur einnig verið duglegt við að taka upp á Íslandi.

Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunahátíðin er haldin en stefnt er að því að halda hana árlega.


Tengdar fréttir

Walter Mitty ómetanleg landkynning fyrir Ísland

Kvikmyndin The secret life of Walter Mitty var á dögunum forsýnd hér á landi en bandaríski leikarinn Ben Stiller, fer með aðalhlutverk í myndinni og leikstýrir henni einnig.

Ben Stiller elskar Ísland

Ben Stiller leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Secret Life Of Walter Mitty. Hann dáist af landi og þjóð og segir Íslendinga ríka af góðum leikurum.

Súrrealískt að vinna með Ben Stiller

Ólafur Darri Ólafsson leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty en myndin verður frumsýnd hér á landi í byrjun næsta árs.

Ben Stiller ráfandi um íslenska náttúru

Fyrsta ljósmyndin úr kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty var birt í gær, en stór hluti myndarinnar var tekinn hér á landi í fyrra.

Gunnar fer á kostum með Ben Stiller

Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty hefur verið birt en þar má sjá þegar Gunnar Helgason, leikari, tekur Ben Stiller upp í bíl sinn þegar eldgos gýs á Seyðisfirði.

Ben Stiller vill koma aftur til Íslands: „Ég sakna ykkar“

"Hæ allir, hvernig hafið þið það? Ég vildi að ég með ykkur á Íslandi í kvöld. Ég er spenntur fyrir ykkar hönd að sjá myndina,“ sagði Ben Stiller í myndbandi sem var sýnt áður en forsýning á kvikmyndinni "The Secret Life of Walter Mitty“ hófst í gærkvöldi.

Ben Stiller hjálpar Of Monsters and Men

Dirty Paws lag hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hefur náð gríðarlegum vinsældum eftir að það hljómaði undir stiklu myndarinnar The Secret Life of Walter Mitty, sem Ben Stiller tók upp hér landi síðasta sumar.

Walter Mitty frumsýnd á morgun

Kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty verður frumsýnd á morgun, föstudaginn 3. janúar, og óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki meðal landsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×