Fótbolti

Walcott ekki smeykur við Bayern: „Þeir vilja ekki mæta okkur“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Theo Walcott hlakkar bara til að mæta Bayern.
Theo Walcott hlakkar bara til að mæta Bayern. vísir/getty
Arsenal mætir Þýskalandsmeisturum Bayern München í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en dregið var í gær. Arsenal á ekki góðar minningar frá leikjum sínum gegn þýska risanum undanfarin ár.

Skyttunum tókst loks að vinna sinn riðil í Meistaradeildinni sem hafði ekki gerst síðan 2011 og vonaðist Lundúnaliðið eftir aðeins betri drætti í 16 liða úrslitin en raun bar vitni. Arsenal hefur ekki komist í gegnum 16 liða úrslitin undanfarin sex ár.

Þessi lið voru saman í riðli í fyrra og vann Bayern þá annan leik liðanna, 5-1. Arsenal hafnaði í öðru sæti og dróst á móti Barcelona í 16 liða úrslitunum þar sem það fékk skell. Þrátt fyrir erfitt verkefni framundan er Theo Walcott, framherji Arsenal, hvergi banginn.

„Maður þarf að spila við bestu liðin í Meistaradeildinni. Þeir vildu ekki mæta okkur heldur,“ segir Walcott sem hefur verið frábær á leiktíðinn og raðað inn mörkum.

„Ég ætla ekkert að ljúga, þetta verður mjög erfitt einvígi. Við vitum alveg hversu erfitt þetta verður.“

„Við þurfum bara að líta inn á við og horfa til þess hversu mikið við erum búnir að bæta okkur frá síðustu leiktíð því við mættum Bayern fyrir ekki svo löngu. Við töpuðum, 5-1, á þeirra heimavelli á síðustu leiktíð og þannig hlutir eru ekki í boði lengur. Við erum miklu betri í ár,“ segir Theo Walcott.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×