Körfubolti

Wade ætlar til Bulls

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wade í leik með Miami.
Wade í leik með Miami. vísir/getty
Körfuboltastjarnan Dwyane Wade tilkynnti í nótt að hann ætlaði sér að spila fyrir Chicago Bulls næsta vetur.

„Þetta var ekki auðveld ákvörðun ég tel mig hafa tekið rétta ákvörðun engu að síður,“ sagði Wade en hann er frá Chicago.

Hann er búinn að samþykkja tveggja ára samning við Bulls sem mun færa honum 5,8 milljarða króna. Ágætis launaseðill fyrir að koma heim.

Wade hefur spilað allan sinn feril með Miami Heat en ferillinn spannar núna 13 ár.

Wade skoðaði ýmsa möguleika síðustu daga og þar á meðal var hann orðaður við Cleveland. Vinur hans, LeBron James, þarf á liðsstyrk að halda fyrst Kevin Durant er farinn til Golden State.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×