Enski boltinn

Vorum eins og smákrakkar

Það sauð upp úr á milli stjóranna Gus Poyet og Steve Bruce í enska boltanum í gær.

Á 36. mínútu leiksins fékk Jack Rodwell, leikmaður Sunderland, að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap.

Það kunni stjóri liðsins, Gus Poyet, ekki að meta og hann sparkaði um koll kæliboxi liðsins. Inn í því var slatti af brúsum sem aðstoðarmenn hans gengu aftur frá.

Mike Dean dómari er greinilega nokkuð viðkvæmur því hann sá ástæðu til þess að henda Poyet upp í stúku fyrir þetta litla atriði.

Á leið sinni af vellinum gekk Poyet til Steve Bruce, stjóra Hull. Þeir áttu einhver orðaskipti og Poyet klappaði svo fyrir Bruce.

Þá fauk í gamla miðvörðinn sem ætlaði að rjúka í Poyet. Aðstoðardómarinn Stuart Burt gerði gríðarlega vel í að halda aftur af Bruce sem er nú engin smásmíði.

„Við létum eins og lítil börn. Ég veit ekki hvað ég átti að hafa gert af mér en Gus var pirraður yfir einhverju," sagði Bruce.

Sjá má dýfuna og þessa stórkostlegu uppákomu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×