Erlent

Vörpuðu vopnum og vistum til Kúrda í Kobane

Vísir/AFP
Bandarískar herflugvélar vörpuðu í nótt miklu magni hergagna til Kúrda í borginni Kobane í Sýrlandi sem verja borgina árásum Isis manna.

Það voru Kúrdar í Írak sem lögðu til vopnin en fréttaskýrendur segja ljóst að aðstoð Bandaríkjamanna muni reita Tyrkja til reiði en þeim er meinilla við að Kúrdar í Sýrlandi fái betri vopn í hendurnar. Óttast Tyrkir að krafan um sérstakt ríki Kúrda, sem myndi ná frá Sýrlandi og yfir til Tyrklands, verði háværari ef Kúrdar vopnbúast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×