Viðskipti innlent

Vörður tryggir þrjú þúsund fasteignir ríkisins

ingvar haraldsson skrifar
Alþingishúsið er meðal þeirra bygginga sem Vörður tryggir.
Alþingishúsið er meðal þeirra bygginga sem Vörður tryggir. vísir/gva
Ríkiskaup hafa endurnýjað samning við tryggingafélagið Vörð um brunatryggingar á yfir þrjú þúsund fasteignum í eigu ríkisins. Sameiginlegt brunabótamat fasteignanna er 306 milljarðar.

Samningurinn er til þriggja ára og er heildarverðmæti er með opinberum gjöldum rúmar 680 milljónir.

Vörður átti hagstæðasta tilboðið í tryggingar allra fasteignanna ríkisins í útboði Ríkiskaupa sem auglýst var í janúar.

Á meðal þeirra fasteigna sem Vörður mun tryggja eru helstu kennileiti landsins, svo sem Alþingishúsið og hús ráðuneytanna, hús sýslumannsembætta, spítalanna og heilbrigðisstofnana um alla land, og allar fasteignir Háskóla Íslands, hús Hæstaréttar og Listasafns Íslands. Samningurinn nær í fyrsta sinn jafnframt til fasteigna í eigu Íbúðalánasjóðs en eignir sjóðsins hafa ekki áður verið boðnar út með öðrum eignum ríkissjóðs.

Vörður hefur brunatryggt fasteignir ríkisins frá árinu 2008 en tryggingafélagið hefur átt hagstæðasta tilboðið í síðustu þremur útboðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×