Innlent

Vorboðinn „Andrésína“ mætir í Garðabæinn mörg ár í röð

Bjarki Ármannsson skrifar
Í myndbandsspilaranum hér fyrir ofan má sjá skemmtilegt myndband af stokkönd nokkurri sem farin er að venja komur sínar í íbúðarhús í Garðabæ. Öndin er nokkuð ágeng, ber að dyrum og fær brauð að borða þegar inn er komið.

Að sögn húsráðanda, sem ekki vildi láta nafns síns getið í fréttinni, hefur öndin komið í heimsókn undanfarin fjögur eða fimm ár. Hún heimsækir mörg hús í hverfinu og er ófeimin við að banka upp á.

„Hún er svona aggresífust,“ segir hann. „Það koma hingað líka steggir en hún er sú eina sem bankar á glugga og röltir inn til fólks.“

Hann segir ekki laust við að fjölskyldan á heimilinu sé farin að hlakka til heimsóknar andarinnar á vorin. En eru þau byrjuð að kalla hana eitthvað?

„Dóttir mín kallar hana bara Andrésínu,“ segir húsráðandi léttur. „En hún flýgur hingað í næstu blokkir, maður er ekkert einn með hana.“

Pressan birti myndbandið fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×