Erlent

Vopnahléið heldur áfram að mestu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá landamærum Sýrlands og Tyrklands.
Frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Vísir/EPA
Bardagar hafa nánast stöðvast á milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins í Sýrlandi. Á miðnætti í gær var vopnahléið sett og virðist það halda áfram, þrátt fyrir ásakanir um árásir uppreisnarmanna og loftárásir Rússa.

Rússar segja að uppreisnarhópar hafi brotið níu sinnum gegn vopnahléinu á síðustu 24 tímum. Uppreisnarhópar og Syrian Observatory of Human Rights segja einnig að Rússar hafi gert loftárásir á minnst sex þorp nærri Aleppo.

Einn liður vopnahlésins er að hjálparstarfsmenn geti hjálpað fólki í neyð, víða um landið. Það nær ekki til Íslamska ríkisins né annarra hópa sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreina sem hryðjuverkasamtök eins og Nusra Front.

Minnst 250 þúsund manns hafa látið lífið í átökunum og um ellefu milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín.


Tengdar fréttir

Stefnt að vopnahléi á laugardag

Sýrlandsstjórn og helstu fylkingar sýrlenskra stjórnarandstæðinga hafa fallist á vopnahlé. Kjósa á 13. apríl.

Fallist hefur verið á 2 vikna vopnahlé

Uppreisnarhópar í Sýrlandi og stjórnarher Assads heita því að virða vopnahlé, sem hefjast á í dag. Árásir stóðu fram á síðustu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×