Erlent

Vopnahlé muni ekki haldast fyrr en sjálfstæði verði viðurkennt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Alexander Zakharchenko vill að Úkraínustjórn viðurkenni sjálfstæði héraða í Austur-Úkraínu.
Alexander Zakharchenko vill að Úkraínustjórn viðurkenni sjálfstæði héraða í Austur-Úkraínu. vísir/afp
Alexander Zakharchenko, háttsettur leiðtogi aðskilnaðarsinna í Úkraínu, segir að samkomulag um vopnahlé muni ekki haldast viðurkenni stjórnvöld í Kænugarði ekki sjálfstæði héraða í Austur-Úkraínu. Þá segist hann vilja stækka Donetsk-héraðið þar sem aðskilnaðarsinnar hafa lýst yfir sjálfstæði.

„Ef þú ákveður að leysa eitthvað þá verður þú að bregðast við og halda áfram vinnunni, ásamt því að leysa allan þann vanda sem fylgir,“ sagði Zakharchenko í samtali við breska ríkisútvarpið. Úkraínustjórn hafi ekki uppfyllt skilyrði vopnahléssamningsins sem undirritaður var í febrúar. Til að mynda hafi hún hætt að greiða íbúum Donetsk lífeyri og bætur. Þannig sé í raun búið að viðurkenna sjálfstæði héraðsins.

Hann sakaði jafnframt Kænustjórn um að undirbúa stríð. Stjórnvöld hafa þó hafnað þeim ásökunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×