Handbolti

Vonum að einhver úr þessum hópi verði A-landsliðsmaður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Litháen, Noregi og Eistlandi í forkeppni HM 2015.

Riðill Íslands verður spilaður hér heima, en allir leikirnir fara fram Í Strandgötu í Hafnarfirði um helgina.

Sjá einnig:Íslensku strákarnir borga 120.000 fyrir uppihald hinna liðanna

„Ég held við eigum góðan möguleika [að komast á HM], sérstaklega fyrst við fáum riðilinn hérna á heimavelli. Við spilum í Strandgötunni - þetta er mikil gryfja og við ætlum að reyna að fylla kofann,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari liðsins.

„Við erum með marga efnielga stráka og síðasta árið er kjarninn úr þessu liði byrjaður að spila í úrvalsdeildinni sem er gott.“

Í U21 árs liðinu eru margir efnilegir strákar sem eiga framtíða fyrir sér, en verða einhverjir af þeim nógu góðir fyrir A-landsliðið í framtíðinni?

„Auðvitað er stórt skref frá því að vera unglingalandsliðsmaður í að vera A-landsliðsmaður. Við bindum samt vonir við það að einhver úr þessum hópi verði A-landsliðsmaður,“ segir Gunnar Magnússon.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×