Innlent

Vonast til að tólf ára deila taki enda

Hrund Þórsdóttir skrifar
Átján mánaða samningalotu lýkur á morgun og vonast er til að endir verði bundinn á deilu sem staðið hefur í tólf ár.
Átján mánaða samningalotu lýkur á morgun og vonast er til að endir verði bundinn á deilu sem staðið hefur í tólf ár.
Lokaáfangi kjarnorkuviðræðna sex stórvelda og Írans hófst í Sviss í morgun eftir átján mánaða samningalotu, en enn var ósamið um nokkur veigamikil atriði í dag.

Viðræðunum lýkur á morgun og freista Bandaríkjamenn og Bretar, Kínverjar, Rússar, Þjóðverjar og Frakkar þess að ná samkomulagi við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, leiðir viðræðurnar og vonast er til að tólf ára langri deilu ljúki. Í dag var sagt að bráðabirgðasamkomulag hefði náðst en markmiðið er að tryggja að Íranir geti ekki framleitt kjarnorkuvopn og að aðrar þjóðir aflétti viðskiptabanni á landið.

Ekki er þó víst að samkomulag náist og enn var ósamið um þrjú veigamikil atriði í dag; það er um hvernig refsiaðgerðum yrði aflétt, til hve langs tíma samningurinn næði og um hvernig eftirliti með honum yrði háttað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×