Innlent

Vonast til að slátra á jóladiskinn

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Allt hefur verið til reiðu í Sláturhúsi Vesturlands í eitt og hálft ár nema ein undirskrift og einn stimpill en það lagast með breyttu aðalskipulagi.
Allt hefur verið til reiðu í Sláturhúsi Vesturlands í eitt og hálft ár nema ein undirskrift og einn stimpill en það lagast með breyttu aðalskipulagi.
Guðjón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sláturhúss Vesturlands, eygir nú von um að geta hafið vinnslu í fullbúnu sláturhúsi á Brákarey í Borgarnesi á næstu mánuðum eftir að nýtt aðalskipulag var auglýst þar í gær.

„Ég vonast til að ná jólasteikinni,“ segir hann. Ástæða þess að ekki er hægt að vinna í húsinu er sú að í gamla aðalskipulaginu, sem enn er í gildi, er gert ráð fyrir íbúabyggð í Brákarey. Fyrri sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsti síðan breytingu á aðalskipulagi í fyrra en vegna formgalla á henni varð að hefja það ferli upp á nýtt.

Hugmyndin með Sláturhúsi Vesturlands er að það verði mótvægi við stóru sláturhúsin. Þannig segir Guðjón að rekjanleikinn verði mun auðveldari en hjá þeim stóru. „Hvernig getur þú verið viss um hann þar sem 2.600 lömbum er slátrað á dag? Við munum í hæsta lagi slátra tvö til þrjú hundruð á dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×