Vonast eftir kraftaverki

 
Erlent
22:21 31. JANÚAR 2016
Sean Anderson og eiginkona hans Sandy.
Sean Anderson og eiginkona hans Sandy.

Fjórir einstaklingar halda enn til í skrifstofum friðlands í Oregon. 30 dagar eru síðan hópur vopnaðs fólks tók svæðið yfir og fóru fram á að friðlandið yrði gefið heimamönnum. Leiðtogar hópsins hafa verið handteknir, talsmaður þeirra var skotinn til bana af lögreglu og flestir hafa yfirgefið svæðið.

Þau fjögur sem enn eru eftir fara fram á að mega fara í gegnum vegatálma Alríkislögreglu Bandaríkjanna, án þess að verða ákærð.

Meðal þeirra fjögurra eru Sean Anderson og eiginkona hans Sandy. Þau ræddu í gær í síma við fógetann úr heimabæ þeirra í Idaho og birtu myndband af símtalinu á Youtube.

„Ég vonast eftir kraftaverki,“ sagði Sean. „Ég trúi því að guð hafi komið okkur hingað. Ef við klárum ekki það sem við komum hingað til að gera, af hverju komum við þá?“

Í samtali við Oregonian sagði Doug Giddings, fógetinn, að hann hefði haft samband við hjónin að eigin frumkvæði. Hann sagðist hafa viljað gera þeim grein fyrir valmöguleikum sínum, en FBI væri í raun bara að gefa þeim einn kost. Það væri að gefast upp.

David Frey er einnig með þeim hjónum á svæðinu, en hann og Sean sögðu við Oregon Public Broadcast að þeir myndu frekar deyja en að fara í fangelsi. Þeir vilji ekki beita vopnum sínum, en þeir muni gera það reyni lögreglan að handtaka þá.


Hér má hlusta á símtal ţeirra viđ fógetann.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Vonast eftir kraftaverki
Fara efst