Lífið

Vonar að Tom Hanks muni fylgja honum lokasprettinn

Eitt eftirminnilegasta atriði myndarinnar.
Eitt eftirminnilegasta atriði myndarinnar. Visir/getty
Atriðið í kvikmyndinni Forrest Gump, þegar hann tekur upp á því að hlaupa skyndilega yfir Bandaríkin þver og endilöng á þremur árum, er mörgum eftirminnilegt.

Að hlaupa þessa vegalengd virðist í raunveruleikanum algjörlega ógerlegt, en nú hefur maður að nafni Barclay Oudersluys tilkynnt að hann ætli að reyna við hlaupið.

Markmið hans er að hlaupa eins og Forrest þessa tæplega 5.150 kílómetra milli Kaliforníu og Maine í góðgerðarskyni og safna peningum fyrir The Hall Steps-samtökin, sem renna til fæðingardeilda í Afríku.



Hann ætlar sér að hlaupa vegalengdina á hundrað dögum og hefur reiknað út að hann þurfi að hlaupa um fimmtíu kílómetra á dag til þess að ná takmarkinu. Oudersluys hefur stofnað heimasíðu þar sem áhugasamir geta hvatt hann áfram og heitið á hann með því að leggja til pening í söfnunina.

Alls hefur hann safnað rúmlega 3.000 Bandaríkjadölum en hann stefnir að því að safna 10.000 dölum eða um 1,4 milljónum íslenskra króna. Hægt er að fylgjast með honum á Twitter undir nafninu Project Gump.

Hann hefur nú þegar hlaupið rúma 800 kílómetra. Hann segist svo vona að Tom Hanks komi og fylgi honum lokasprettinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×