Innlent

Vonar að gestir sýni lokunum skilning

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Menningarnótt í fyrra.
Frá Menningarnótt í fyrra. Vísir/Daníel
Nær öllum miðbænum verður lokað fyrir umferð á Menningarnótt. Rúmlega 40 stofnanir, félagasamtök og sérfræðingar koma að útfærslu götulokana. Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segist vonast eftir skilningi gesta í garð lokananna.

„Eins og sýndi sig þegar bruninn var í Skeifunni í vor þá getur ýmislegt komið fyrir og okkar ábyrgð liggur í að reyna að tryggja aðgengi ef slíkt gerðist,“ segir Einar.

Hægt er að kynna sér nákvæmlega hvar verður lokað á vefsíðu Menningarnætur.


Tengdar fréttir

Vætusamt á Menningarnótt

Samkvæmt spá Veðurstofu verður sólríkt á morgun en vætusamara í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×