Fótbolti

Vonandi framleiðir Puma ekki smokka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Xhaka í rifinni treyju í gær.
Xhaka í rifinni treyju í gær. vísir/getty
Íþróttavöruframleiðandinn Puma fékk ekki góða auglýsingu í leik Sviss og Frakklands er treyjur svissneska liðsins rifnuðu jafn auðveldlega og klósettpappír.

Alls rifnuðu fjórar treyjur hjá svissneska liðinu og það oft við lítil átök. Ekki beint gæðastimpill fyrir Puma.

„Ég vona að Puma framleiði ekki smokka,“ sagði Xherdan Shaqiri, leikmaður svissneska liðsins, óánægður með treyjurnar.

Hinn nýi leikmaður Arsenal, Granit Xhaka, varð tvisvar að skipta um treyju í leiknum.

Það var ekki bara Puma sem klikkaði í þessum leik því Adidas-boltinn sem spilað var með sprakk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×