Enski boltinn

Vona að Rooney fái fyrirliðabandið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Treystir Van Gaal enska framherjanum fyrir fyrirliðabandinu?
Treystir Van Gaal enska framherjanum fyrir fyrirliðabandinu? Vísir/Getty
Paul Scholes vonast til þess að Louis Van Gaal láti Wayne Rooney fá fyrirliðabandið á næsta tímabili en ekki Robin Van Persie. Óvíst er hver tekur við fyrirliðabandinu eftir að Nemanja Vidic fór frá félaginu.

Mikið hefur verið rætt um hver fær fyrirliðabandið en enginn stendur upp úr sem fyrirliði liðsins að mati Scholes. Hann telur þó að Rooney sé betri kostur heldur en hollenski framherjinn.

„Það er enginn sem stendur uppúr sem fyrirliði hjá Manchester United líkt og hjá andstæðingum þeirra. Manchester City er með Kompany, Chelsea er með Terry og Liverpool er með Gerrard. Allir eru þessir menn augljós kostur en það er enginn slíkur hjá United,“ sagði Scholes sem vonast til þess að Rooney fái fyrirliðabandið.

„Hann hefur alltaf virkað á mig sem leikmaður yrði góður fyrirliði liðs og núna er fullkomin tímasetning til að gefa honum bandið. Ég vildi sjá hann fá það hjá bæði United og enska landsliðinu en það kæmi mér ekki á óvart ef Van Gaal myndi velja Persie sem hann þekkir betur,“ sagði Scholes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×