Viðskipti innlent

Von á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum á föstudaginn

Atli Ísleifsson skrifar
Raggi og Kolli.
Raggi og Kolli. Vísir/AFP
Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins á föstudaginn.

Í tilkynningu frá Sport Company segir að salan á íslensku landsliðstreyjunum hafi farið fram úr björtustu vonum og sé hún uppseld hjá flestum endursöluaðilum.

„Ný sending af landsliðstreyjum kemur til Íslands á föstudaginn og önnur í vikunni þar á eftir. Unnið verður að því að koma treyjunum hratt og vel í verslanir.

Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, segir að eftir glæsilegan sigur Íslendinga á Englendingum hafi fjöldi fyrirspurna borist, en vegna gríðarlegs álags á símkerfið hafi fyrirtækið því miður ekki náð að svara öllum símtölum.

„Unnið hefur verið markvisst að því að tryggja fleiri treyjur til landsins. Samstaða Íslendinga er engu lík og það er stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu ævintýri. Takk kæru landsmenn fyrir ykkar þátt - Áfram Ísland,“ segir Þorvaldur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×