Enski boltinn

Von á Klopp á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því að forráðamenn Liverpool séu vongóðir um að geta staðfest ráðningu Jürgen Klopp á föstudaginn í síðasta lagi.

Brendan Rodgers var rekinn sem knattspyrnustjóri félagsins á sunnudag og var Klopp strax sterklega orðaður við starfið.

Fréttavefur Sky Sports greinir frá því að viðræður séu vel á veg komnar þó svo að Klopp sé nú ekki enn búinn að samþykkja að taka að sér starfið. Von er á honum til Liverpool á morgun til frekari viðræðna.

Þýska blaðið Bild náði tali af Klopp í gær og sagði hann einfaldlega að það væri ekkert sem hann gæti sagt um stöðu mála.

Reiknað er með því að Klopp myndi ráða Bosníumanninn Zeljko Buvac sem aðstoðarmann sinn en þeir unnu saman hjá Dortmund og Mainz þar á undan. Þeir hafa þekkst síðan 1992 er þeir voru liðsfélagar hjá síðarnefnda liðinu og starfað saman síðan 2001.


Tengdar fréttir

Sérfræðingar Sky: Klopp er fullkominn fyrir Liverpool

Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers.

Klopp efstur á óskalistanum

Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×