Handbolti

Von á frekari fregnum af málum Arons í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/AFP
Óvíst er hversu mikinn þátt Aron Pálmarsson getur tekið í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir HM í Katar en Aron er með brákað kinnbein eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Fréttablaðið í gær að engar nýjar fréttir væru af Aroni enda hefði landsliðið verið í fríi á gamlársdag og nýársdag.

Æfingar halda áfram í dag og er þá von á frekari fregnum af málum Arons.

Ísland mætir Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum á næstunni en fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á sunnudag.


Tengdar fréttir

Landsliðsfyrirliðinn fordæmir árásina á Aron

„Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina.

Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna

Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag.

Aron: Tilefni til umhugsunar

Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×