Lífið

Vökvapressan loksins sigruð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pressan átti ekki séns.
Pressan átti ekki séns.
Það er óhætt að fullyrða að síðustu mánuðir hafi verið viðburðaríkir hjá Finnanum Lauri Vuohensilta.

Í upphafi árs var hann og hans verk nær óþekkt en að undanförnu hefur hann öðlast frægð í netheimum fyrir að kremja hluti með vökvapressu.

Núna er komið að málminum Adamantium. Ekkert efni hefur átt séns í vökvapressuna en að þessu sinni var pressan sigrið.

Þessa má geta að myndbandið frá mönnunum á bakvið Hydraulic Press rásina á YouTube er í raun auglýsing fyrir kvikmyndina Logan.

Logan er nýjasta myndin um teiknimyndasögupersónuna Wolverine úr X-Men en Hugh Jackman, Boyd Holbrook og Doris Morgado fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni.

Logan verður frumsýnd þann 3. mars en Wolverine er mjög vinsæl sögupersónu sem á milljónir aðdáenda.

Adamantium er málmur sem var komið fyrir á beinagrind Wolverine og var honum gefið klær. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×