Innlent

Vöktun á síldinni undirbúin

Svavar Hávarðsson skrifar
52.000 tonn drápust samtals árin 2012 og 2013.
52.000 tonn drápust samtals árin 2012 og 2013. fréttablaðið/vilhelm
Hafrannsóknastofnun setti niður súrefnismæli í Kolgrafafirði í gær vegna vöktunarverkefnis þar sem fylgst er með ástandinu í firðinum. Eiginlegar mælingar hefjast þó ekki fyrr en um 10. nóvember næstkomandi.

Eins og alþjóð veit drápust yfir 50.000 tonn af síld í firðinum í tveimur aðskildum atburðum í desember 2012 og febrúar 2013. Súrefnisskorti í firðinum var um að kenna.

Enn hefur síld ekki látið sjá sig á svæðinu, og fullsnemmt að spá um hvort hún sæki inn á sunnanverðan Breiðafjörð eins og undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×