Viðskipti erlent

Vogunarsjóður hagnast um 60 milljarða á grískum skuldabréfum

Bandaríski vogunarsjóðurinn Third Point hagnaðist um 500 milljónir dollara eða yfir 60 milljarða króna á sölu á grískum ríkisskuldabréfum í síðustu viku.

Þá buðu grísk stjórnvöld kröfuhöfum sínum að kaupa af þeim ríkisskuldabréf á 34% af nafnverði þeirra. Third Point seldi þá megnið af þeim grísklu skuldabréfum sem sjóðurinn átti fyrir um einn milljarð dollara. Þessi bréf hafði sjóðurinn keypt fyrr í ár á 17% af nafnverði þeirra.

Í frétt um málið í Financial Times segir að Third Point hafi verið sá vogunarsjóður sem átti mest af grískum bréfum en sjóðurinn hefur hingað til hagnast vel á kreppunni á evrusvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×