Lífið

Vogue-dans kenndur í fyrsta sinn á Íslandi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Finnski dansarinn Anneli Ninja hefur unnið fjölda alþjóðlegra keppna.
Finnski dansarinn Anneli Ninja hefur unnið fjölda alþjóðlegra keppna.
„Það er mikill heiður að fá svona snilling til landsins,“ segir dansarinn Brynja Pétursdóttir sem stendur fyrir heimsókn finnska dansarans Anneli Ninja hingað til lands.

Anneli hefur getið sér gott orð sem Vogue-dansari en dansstíllinn Vogue hefur aldrei verið kenndur á Íslandi fyrr en núna.

Hún er í stærsta alþjóðlega Vogue-hópi heims, The House of Ninja. „Þessi danshópur skartar Vogue-dönsurum sem eru á meðal þeirra bestu í heimi,“ segir Brynja.

Dansstíllinn hefur þrjár greinar, Vogue Old Way, Vogue New Way og Vogue Fem sem hafa allar ratað í tónlistarmyndbönd hjá Madonnu, Beyoncé, Lady Gaga og fleirum. Stíllinn hefur verið að þróast í núverandi form síðan á 8. og 9. áratugnum á klúbbum og götum New York-borgar.

„Það var ekki fyrr en upp úr aldamótum að dansarar um allan heim fóru að kveikja á þessum explósíva dansstíl sem var búinn að vera að þróast í afskekktum klúbbum nokkurn veginn utan sviðsljóssins. Madonna varpaði ljósi á stílinn með lagi sínu Vogue og í því birtist einn máttarstólpi stílsins, José Extravaganza, ásamt lærlingi sínum,“ segir Brynja.

Anneli verður með námskeið í dag og á morgun.

Meira má lesa um námskeiðin á heimasíðu Brynju Péturs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×