Innlent

Vogar sér ekki að greina frá

Snærós Sindradóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir vogunarsjóðina hafa boðið stórar upphæðir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir vogunarsjóðina hafa boðið stórar upphæðir. vísir/vilhelm
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill ekki gefa upp hvaða einstaklingar á vegum vogunarsjóða buðu honum mútur í aðdraganda samskipta ríkisins við þá vegna uppgjörs slitabúa föllnu bankanna. Í DV í gær sagði Sigmundur berum orðum að ekki hefði verið hægt að skilja orðalag þessara einstaklinga öðruvísi en svo að menn gætu vel hugsað sér að sjá af örlítilli prósentu til að liðka fyrir samningum. Sú prósenta hefði verið umtalsverð upphæð.

Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á mánudag sagði Sigmundur jafnframt að hann hefði ekki verið eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem hefði fengið slíkt tilboð.

Í samtali við Fréttablaðið segist Sigmundur ekki vilja gefa upp fulltrúar hvaða vogunarsjóða það voru sem gerðu tilraun til að múta forsætisráðherranum. Hann vill heldur ekki gefa upp hvaða ráðherrar aðrir það voru sem vogunarsjóðirnir reyndu að múta. Sigmundur segir að sú uppljóstrun komi til með að bíða betri tíma og hann muni greina frá því áður en langt um líður. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×