Lífið

Vöðvafjall deyr í vaxtarræktarkeppni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vaxtarræktarkapparnir þrír ásamt genginu á bak við Hreinan Skjöld.
Vaxtarræktarkapparnir þrír ásamt genginu á bak við Hreinan Skjöld. mynd/úr einkasafni
„Ég, Maggi Bess og Mímir Nordquist vorum fengnir til að leika í einu atriði þar sem hefur átt sér stað glæpur í vaxtarræktarkeppni,“ segir útvarpsmaðurinn og einkaþjálfarinn Ívar Guðmundsson. 

Hann leikur í atriði í sjónvarpsþættinum Hreinum Skildi sem hefst í nóvember á Stöð 2 með Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í aðalhlutverki.

„Steindi leikur Skjöld sem rannsakar málið en þó er hann ekki í lögreglunni. Þorsteinn Bachmann leikur lögreglustjórann. Ég veit ekki hversu mikið ég má segja en það deyr einhver,“ segir Ívar dulur um atriðið.

En reyndi mikið á leiklistarhæfileika einkaþjálfarans?

„Nei ekki svo, enda eru þeir ekki miklir fyrir. Sérstaklega ekki þegar maður leikur á móti meistara eins og Þorsteini. Hann sagði að vísu við mig að ég væri að gera góða hlut," segir Ívar og hlær.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×