Viðskipti innlent

Vodafone hækkar samhliða skráningu Símans

Sæunn Gísladóttir skrifar
Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova, Orri Hauksson, forstjóri Símans, Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365.
Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova, Orri Hauksson, forstjóri Símans, Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Vísir/Anton
Gengi bréfa Vodafone hækkuðu töluvert í dag, eða um 2,84% í 380 milljón króna viðskiptum. Bréfin hafa því hækkað talsvert í verði eftir að útboði Símans lauk, en Síminn stefnir á markað þann 15. október næstkomandi.

Gengi bréfa Vodafone hefur hækkað mikið að undanförnu, frá byrjun ágúst hafa bréfin hækkað úr 40,05 í 46,5 eða um rúmlega 16%.

Í viðtali við Markaðinn á miðvikudaginn sagði Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hann teldi jákvætt að hafa keppinauta á markaði. „Margt verður betra þegar fyrirtæki hafa samanburðaraðila. Fjárfestar geta borið saman fyrirtækin og það er ákveðið aðhald. Líklega styður það við fyrirtæki innan geirans. Ég held til dæmis að það að Síminn sé að koma á markað styðji við skráningu Vodafone,"sagði Páll.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×