Erlent

Víetnamar vinna við umdeilt rif

Samúel Karl Ólason skrifar
Ladd rif er í Spratly eyjaklasanum.
Ladd rif er í Spratly eyjaklasanum. Mynd/Google Maps
Víetnam hefur hafið vinnu við að moka sandi við Ladd rif í Spratly eyjaklasanum í Suður-Kínahafi. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til eyjanna og nánast alls hafsins, en Taívan hefur einnig gert tilkall til rifsins. Líklegt þykir að vinna Víetnam muni valda deilum við Kína.

Yfirlit yfir deilurnar í Suður-Kínahafi.
Reuters fréttaveitan hefur komið höndum yfir gervihnattarmyndir sem sýna vinnu eiga sér stað við rifið. Þar má finna einn vita og hús fyrir nokkra víetnamska hermenn. Ekki liggur fyrir hver tilgangur vinnunnar er, en sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja hana gefa í skyn að frekari framkvæmdir muni eiga sér stað.

Stjórnvöld Víetnam hafa að undanförnu verið að víggirt nokkrar af eyjum sínum á svæðinu og komið fyrir langdrægum eldflaugum. Þar að auki standa nú yfir framkvæmdir á einni eyju þar sem verið er að byggja flugbraut.

Kínverjar hafa gert hið sama á fjölmörgum eyjum og rifum. Þar á meðal í Spratly eyjaklasanum. Sjóher Kína réðst gegn sjóher Víetnam þar árið 1988 og tók nokkrar eyjur og rif. 64 víetnamskir hermenn létu lífið.


Tengdar fréttir

Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn

Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×