MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 11:30

Átta vísbendingar um ađ hjónabandiđ sé búiđ

LÍFIĐ

Vitlaust veđur í Bolungarvík: Fiskihjallur fauk í heilu lagi og rúđur sprungu í björgunarbílnum

 
Innlent
23:04 13. MARS 2016
Frá Bolungarvíkurhöfn í kvöld.
Frá Bolungarvíkurhöfn í kvöld. VÍSIR/HAFŢÓR GUNNARSSON

Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík hefur haft í nógu að snúast í kvöld vegna óveðursins. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem barst fjölmiðlum kom fram að töluverðar annir hefðu verið hjá björgunarsveitum í kvöld vegna veðurs en mest hefði þó mætt á björgunarsveitinni í Bolungarvík.

Hefur sveitin barist við lausar þakplötur og þakkanta og sinnt verkefnum þar sem skjólveggir hafa fokið og rúður brotnað. Þak fauk af fjárhúsi í Minnihlíð og fauk fiskihjallur í heilu lagi á sömu slóðum og annar byrjaður að fjúka.

Þá sprungu einnig rúður í björgunarsveitarbíl Ernis en samkvæmt upplýsingum þaðan meiddist enginn.

Hafþór Gunnarsson ljósmyndari tók meðfylgjandi myndir af Bolungarvíkurhöfn þar sem sjá má veðurofsann sem hefur ríkt á þeim slóðum í kvöld.


Vitlaust veđur í Bolungarvík: Fiskihjallur fauk í heilu lagi og rúđur sprungu í björgunarbílnum


Vitlaust veđur í Bolungarvík: Fiskihjallur fauk í heilu lagi og rúđur sprungu í björgunarbílnum


Vitlaust veđur í Bolungarvík: Fiskihjallur fauk í heilu lagi og rúđur sprungu í björgunarbílnum


Vitlaust veđur í Bolungarvík: Fiskihjallur fauk í heilu lagi og rúđur sprungu í björgunarbílnum


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Vitlaust veđur í Bolungarvík: Fiskihjallur fauk í heilu lagi og rúđur sprungu í björgunarbílnum
Fara efst