Íslenski boltinn

Vítið, lokamínúturnar og fagnaðarlæti Stjörnumanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjarnan er Íslandsmeistari 2014 en liðið vann FH í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika 2-1.

Stjörnumenn skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma en þá setti Ólafur Karl Finsen boltann í netið úr vítaspyrnu.

Blaðamaður Vísis var staddur á vellinum og myndaði til að mynda atburðarrásina á hlíðarlínunni þegar og eftir að Ólafur skoraði úr vítinu.

Einnig má sjá myndbönd af fagnaðarlátum Stjörnumann og þegar fyrirliðinn Veigar Páll Gunnarsson lyfti bikarnum stóra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×