Fótbolti

Víti í uppbótartíma réði úrslitum í stórleiknum á Ítalíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dybala fagnar sigurmarki sínu.
Dybala fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty
Paolo Dybala tryggði Juventus öll stigin þrjú þegar liðið mætti AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Mattia De Sciglio, varnarmaður Milan, boltann í höndina innan teigs og víti dæmt.

Dybala fór á punktinn, skoraði og tryggði Juventus sigurinn. Lokatölur 2-1, Juventus í vil.

Mehdi Benatia kom Juventus yfir eftir hálftíma leik en Carlos Bacca jafnaði metin tveimur mínútum fyrir hálfleik.

Jose Sosa, leikmaður Milan, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þremur mínútum síðar var vítaspyrnan umdeilda svo dæmd.

Juventus er með 11 stiga forskot á toppi deildarinnar. Milan er hins vegar í 7. sæti með 50 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×